Sjúkraþjálfun eftir heimsfaraldur Björn Hákon Sveinsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun