Samningsaðilar finni til ábyrgðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 19:40 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Friðrik Þór Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira