Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2020 08:16 Flugvélar Air Iceland Connect hafa Flugfélagsfaxann á stélinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu: Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu:
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57