Bandaríkin sökuð um rán á grímum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 08:28 Ríki keppast nú um að kaupa andlitsgrímur og annars konar hlífðarbúnað. AP/Thomas Wells Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira