„Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ Sigurgeir Garðarsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun