Rétti dómaranum tönnina sína og hélt svo áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:30 Brasilíumaðurinn Glover Teixeira fagnar sigrinum á Anthony Smith í nótt. Getty/Douglas P. DeFelice Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann. MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann.
MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira