Dana White reddar einkaeyju fyrir UFC bardaga í hverri viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 10:00 Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að láta neitt stoppa sig eða næsta bardagakvöld. EPA/SHAWN THEW Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið. MMA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið.
MMA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira