Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:49 Óvenju fáir eru á ferli þessa dagana í Leifsstöð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira