Ríkið fær sitt Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2020 16:37 Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun