Ríkið fær sitt Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2020 16:37 Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sævar Þór Jónsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar