Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 19:24 Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, greindi frá þessu í beinni útsendingu í kvöld. skjáskot Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36
Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20