Klopp leist ekkert á Mane þegar hann hitti hann fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 08:30 Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool liðinu en hann kom ekki vel fyrir þegar hann hitti Jürgen Klopp fyrst. Getty/Simon Stacpoole Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira