Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:09 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.
Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira