Íslenskt grænmeti er gull Jóhanna Gylfadóttir skrifar 8. apríl 2020 11:00 Íslenskt grænmeti er fágætt. Gullmolar í mjúkri hreinni mold, ræktað úti í hreinu lofti, skolað með hreinu vatni og síðast en ekki síst ræktað við grænan orkugjafa innanhúss. Við sitjum á gulli, grænu gulli úr gnægtarbrunni móður jarðar. Við neytum þessa gulls, bíðum eftir uppskeru þess en furðum okkur á því af hverju verðmunur á innlendu og innfluttu grænmeti er svona mikill ? Af hverju er ekki meira af innlendu grænmeti hér á boðstólnum allt árið um kring ? Af hverju er ekki innlend framleiðsla með stærri markaðshlutdeild en raun er ? Getur verið að ástæðan liggi að stórum hluta í raforkukostnaði sem virkar hamlandi á aukna framleiðslu, fleiri tegundir og stærra umfang garðyrkju geirans ? Samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu veltur að stórum hluta á raforkuverði og það er hagur neytenda sem og framleiðenda að því verði breytt. Fyrir stuttu voru kynnt áform ríkissjórnarinnar um aukinn stuðning við innlenda matvælaframleiðslu vegna COVID 19 faraldursins. Þar er m.a. talað um að styrkja innlenda grænmetisframleiðslu með auknum fjárveitingum. Með þessu er verið að reyna að auka framleiðslu og markshlutdeild afurða úr garðyrkju. Jákvæð tíðindi og nauðsynleg fyrir bæði neytendur og framleiðendur en þessi áform þarf að taka lengra. Hér er nauðsynlegt að marka stefnu til lengri tíma litið, m.a. með tilliti til samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu, fæðuöryggis og umhverfissjónarmiða. Getur verið að það vanti heildstæða stefnu stjórnvalda þar sem horft er til framtíðar varðandi grænmetisframleiðslu á Íslandi ? Stefnu sem miðast við næstu ár og áratugi þar sem grænmetisframleiðslu er gert hátt undir höfði sem framleiðslu sem er ekki ágeng á auðlindir jarðar og er í takt við aðkallandi breytingar í umhverfisvernd ? Aðstæður nú kalla á heildstæða stefnu varðandi innlenda grænmetisframleiðslu, framleiðslu sem getur verið einn af hornsteinum græns hagkerfis hér á landi. Stjórnvöld, fyrrverandi og núverandi hafa áður gefið út áform um grænt hagkerfi hér á landi, hagkerfi sem einkennist af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Þetta helst í hendur við stækkunar áform framleiðslunnar og kemur bæði neytendum og samfélaginu til góða. En betur má ef duga skal svo aukin raforkunotkun garðyrkju sem leiðir til aukins kostnaðar virki ekki hamlandi á aukna framleiðslu. Samkeppnishæfnin aukin Rekstrarskilyrði hérlendis eru erfið vegna veðurfars og raforkukostnaðar til garðyrkjuframleiðenda. Rekstrarumhverfið einkennist af rekstrarkostnaði sem snýst að miklu leyti um raforkunotkun vegna lýsingar í gróðurhúsum og hitunarkostnaðar. Innlendir grænmetisframleiðendur eru háðir rafmagni til lýsingar ef þeir stunda ylræktun í gróðurhúsum. Þeir sem stunda útiræktun eru háðir birtuskilyrðum og tíðarfari. Samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu verður aukin og bætt með ódýrari raforkuverði og hitunarkostnaði þó svo að nú þegar sé raforkuverð til framleiðslugreinarinnar niðurgreitt að hluta eins og kemur fram í samningi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og Bændasamtaka Íslands frá árinu 2016. Þar segir að niðurgreiðslum vegna raforkunotkunar til garðyrkju sé m.a. ætlað að efla innlenda framleiðslu og stuðla að lýðheilsustefnu stjórnvalda um hollustu og heilbrigða lífshætti. Í skýrslu starfshóps til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2018 er aftur fjallað um málefni garðyrkju og lækkun raforkukostnaðar. Þar komu fram tillögur um að auka innlenda framleiðslu sem hafi minna kolefnisfótspor en innflutt grænmeti, auka niðurgreiðsluhlutfall raforkukostnaðar og kanna möguleika á stofnun Garðyrkjuklasa. Áformum þurfa að fylgja aðgerðir því heildar magn innflutts grænmetis, ferskt eða frosið árið 2019 var um 21 þúsund tonn samkvæmt innflutningstölum vegna vöruviðskipta á vef Hagstofu Íslands. Sóknarfærin nýtt Sóknarfæri grænmetisframleiðslu og reyndar landbúnaðar almennt séð felst í þeirri eftirspurn sem er til staðar og að tryggja fæðuframboð og fæðuöryggi. Þar sem framboð orku hérlendis er öruggt samanborið við önnur lönd í kringum okkur ætti að vera grundvöllur undir frekari uppbyggingu þessa græna hagkerfis samanborið við garðyrkjuframleiðslu í öðrum löndum þar sem veðurskilyrði eru hagstæðari en framleiðsluferlið oft langt frá því sem kalla mætti vistvænt eða umhverfisvænt. Fæðuöryggi til framtíðar er í dag ef til vill nokkuð fjarlæg hugmynd. Það þótti líka nokkuð fjarlæg hugmynd að hugsa til þess fyrir nokkrum vikum að einungis örfá flug væru á dagskrá Keflavíkurflugvallar á einum degi. Í stóra samhenginu breytast aðstæður á ógnarhraða, ekki bara í flugi til og frá landinu heldur einnig í matvælaframleiðslu og fæðuöflun jarðarbúa. Mannfjöldaspár fyrir árið 2050 gera ráð fyrir 9.8 milljörðum manna á jörðinni. Neysla á matvælum í dag verður ekki sú sama árið 2050, hvað þá árið 2100. Því er spáð að neysla grænmetis muni aukast gífurlega og nýjar tegundir verða á boðstólnum. Í Sviðsmyndum Orkustofnunar um raforkunotkun fyrir árin 2017-2050 er gert ráð fyrir að hver íbúi á Íslandi muni neyta um 85 kg á ári af grænmeti ef sviðsmyndin Græn framtíð er skoðuð í spánni og að markaðhlutdeild innlendrar grænmetisframleiðslu yrði 45%. Ef íbúafjöldi þá verði kominn í og um 400 þúsund íbúa er heildarneyslan komin í 34 þús tonn á ári af grænmeti. Ef miðað er við 45% markaðshlutdeild þá mun innlend framleiðsla anna um 15 þúsund tonnum af heildinni. Þessar spár um aukningu á neyslu á grænmeti þarf að veita verulega athygli. Hugsa þarf til lengri tíma litið hvernig hægt er að auka innlenda framleiðslu grænmetis og ávaxta og búa þannig um hnútana að innlend eftirspurn eftir matvælum sé ekki háð að stórum hluta innflutningi matvæla. Væri möguleiki á að minnka umfang innflutts grænmetis og auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu ? Það væri í takt við alþjóða áherslur í sambandi við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innflutningur til landsins er knúinn áfram af jarðefnaeldsneyti og hefur margfalt kolefnisfótspor miðað við flutning innanlands á íslensku grænmeti sem er kolefnisjafnaður. Forskot til framtíðar Málið snýst ekki um að vilja ekki opinn frjálsan markað með heilbrigðri samkeppni. Málið snýst um að svara kalli alþjóðastofnana, sem hvetja ríki heimsins til að vera í stakk búin undir breytingar í matvælaframleiðslu vegna t.d. veðurfars, heilsufarsógna og síðast en ekki síst vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Hér á landi eru allir möguleikar fyrir hendi til áframhaldandi uppbyggingar grænmetisframleiðslu og auka þar með á hagkvæmni og framþróun í greininni öllum til góða. Þegar horft er til næstu ára og áratuga þá skulum við vera viðbúin því að sú sviðsmynd sem við búum við í dag varðandi matvæli kemur til með að taka algjörum breytingum. Neysla og eftirspurn eftir grænmeti á eftir að aukast margfalt næstu áratugina og þá kemur jarðvarmi og umhverfisvænar framleiðsluaðferðir hérlendis til með að geta svarað þeirri eftirspurn. Nýtum að innlend grænmetisframleiðsla er nú þegar með samkeppnisforskot. Forskotið felst í rafmagni og vistvænum ræktunaraðferðum, bæði orku- og ræktunarlega séð og það eigum við að nýta okkur, okkur og fleirum til góða. Árið 2011 kom út Sóknaráætlun 20/20, stjórnvalda á þeim tíma. Þar voru áform um að efla græna hagkerfið og græna atvinnuuppbyggingu fyrir árið 2020. Það ár er runnið upp en svo virðist vera sem enn vanti afgerandi og markvissa stefnu stjórnvalda um innlenda grænmetisframleiðslu. Núverandi aðstæður kalla á breytingar í matvælaframleiðslu, tækifærið er núna til að bregðast við með uppbyggilegum hætti. Veðjum því á og veljum íslenska grænmetisframleiðslu, vonarstjörnu framtíðarinnar og einn af stóru þáttunum í græna hagkerfinu. Höfundur vann mastersverkefni þar sem samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu var skoðuð út frá hugmynd um grænmetisklasa og klasasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenskt grænmeti er fágætt. Gullmolar í mjúkri hreinni mold, ræktað úti í hreinu lofti, skolað með hreinu vatni og síðast en ekki síst ræktað við grænan orkugjafa innanhúss. Við sitjum á gulli, grænu gulli úr gnægtarbrunni móður jarðar. Við neytum þessa gulls, bíðum eftir uppskeru þess en furðum okkur á því af hverju verðmunur á innlendu og innfluttu grænmeti er svona mikill ? Af hverju er ekki meira af innlendu grænmeti hér á boðstólnum allt árið um kring ? Af hverju er ekki innlend framleiðsla með stærri markaðshlutdeild en raun er ? Getur verið að ástæðan liggi að stórum hluta í raforkukostnaði sem virkar hamlandi á aukna framleiðslu, fleiri tegundir og stærra umfang garðyrkju geirans ? Samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu veltur að stórum hluta á raforkuverði og það er hagur neytenda sem og framleiðenda að því verði breytt. Fyrir stuttu voru kynnt áform ríkissjórnarinnar um aukinn stuðning við innlenda matvælaframleiðslu vegna COVID 19 faraldursins. Þar er m.a. talað um að styrkja innlenda grænmetisframleiðslu með auknum fjárveitingum. Með þessu er verið að reyna að auka framleiðslu og markshlutdeild afurða úr garðyrkju. Jákvæð tíðindi og nauðsynleg fyrir bæði neytendur og framleiðendur en þessi áform þarf að taka lengra. Hér er nauðsynlegt að marka stefnu til lengri tíma litið, m.a. með tilliti til samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu, fæðuöryggis og umhverfissjónarmiða. Getur verið að það vanti heildstæða stefnu stjórnvalda þar sem horft er til framtíðar varðandi grænmetisframleiðslu á Íslandi ? Stefnu sem miðast við næstu ár og áratugi þar sem grænmetisframleiðslu er gert hátt undir höfði sem framleiðslu sem er ekki ágeng á auðlindir jarðar og er í takt við aðkallandi breytingar í umhverfisvernd ? Aðstæður nú kalla á heildstæða stefnu varðandi innlenda grænmetisframleiðslu, framleiðslu sem getur verið einn af hornsteinum græns hagkerfis hér á landi. Stjórnvöld, fyrrverandi og núverandi hafa áður gefið út áform um grænt hagkerfi hér á landi, hagkerfi sem einkennist af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Þetta helst í hendur við stækkunar áform framleiðslunnar og kemur bæði neytendum og samfélaginu til góða. En betur má ef duga skal svo aukin raforkunotkun garðyrkju sem leiðir til aukins kostnaðar virki ekki hamlandi á aukna framleiðslu. Samkeppnishæfnin aukin Rekstrarskilyrði hérlendis eru erfið vegna veðurfars og raforkukostnaðar til garðyrkjuframleiðenda. Rekstrarumhverfið einkennist af rekstrarkostnaði sem snýst að miklu leyti um raforkunotkun vegna lýsingar í gróðurhúsum og hitunarkostnaðar. Innlendir grænmetisframleiðendur eru háðir rafmagni til lýsingar ef þeir stunda ylræktun í gróðurhúsum. Þeir sem stunda útiræktun eru háðir birtuskilyrðum og tíðarfari. Samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu verður aukin og bætt með ódýrari raforkuverði og hitunarkostnaði þó svo að nú þegar sé raforkuverð til framleiðslugreinarinnar niðurgreitt að hluta eins og kemur fram í samningi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og Bændasamtaka Íslands frá árinu 2016. Þar segir að niðurgreiðslum vegna raforkunotkunar til garðyrkju sé m.a. ætlað að efla innlenda framleiðslu og stuðla að lýðheilsustefnu stjórnvalda um hollustu og heilbrigða lífshætti. Í skýrslu starfshóps til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2018 er aftur fjallað um málefni garðyrkju og lækkun raforkukostnaðar. Þar komu fram tillögur um að auka innlenda framleiðslu sem hafi minna kolefnisfótspor en innflutt grænmeti, auka niðurgreiðsluhlutfall raforkukostnaðar og kanna möguleika á stofnun Garðyrkjuklasa. Áformum þurfa að fylgja aðgerðir því heildar magn innflutts grænmetis, ferskt eða frosið árið 2019 var um 21 þúsund tonn samkvæmt innflutningstölum vegna vöruviðskipta á vef Hagstofu Íslands. Sóknarfærin nýtt Sóknarfæri grænmetisframleiðslu og reyndar landbúnaðar almennt séð felst í þeirri eftirspurn sem er til staðar og að tryggja fæðuframboð og fæðuöryggi. Þar sem framboð orku hérlendis er öruggt samanborið við önnur lönd í kringum okkur ætti að vera grundvöllur undir frekari uppbyggingu þessa græna hagkerfis samanborið við garðyrkjuframleiðslu í öðrum löndum þar sem veðurskilyrði eru hagstæðari en framleiðsluferlið oft langt frá því sem kalla mætti vistvænt eða umhverfisvænt. Fæðuöryggi til framtíðar er í dag ef til vill nokkuð fjarlæg hugmynd. Það þótti líka nokkuð fjarlæg hugmynd að hugsa til þess fyrir nokkrum vikum að einungis örfá flug væru á dagskrá Keflavíkurflugvallar á einum degi. Í stóra samhenginu breytast aðstæður á ógnarhraða, ekki bara í flugi til og frá landinu heldur einnig í matvælaframleiðslu og fæðuöflun jarðarbúa. Mannfjöldaspár fyrir árið 2050 gera ráð fyrir 9.8 milljörðum manna á jörðinni. Neysla á matvælum í dag verður ekki sú sama árið 2050, hvað þá árið 2100. Því er spáð að neysla grænmetis muni aukast gífurlega og nýjar tegundir verða á boðstólnum. Í Sviðsmyndum Orkustofnunar um raforkunotkun fyrir árin 2017-2050 er gert ráð fyrir að hver íbúi á Íslandi muni neyta um 85 kg á ári af grænmeti ef sviðsmyndin Græn framtíð er skoðuð í spánni og að markaðhlutdeild innlendrar grænmetisframleiðslu yrði 45%. Ef íbúafjöldi þá verði kominn í og um 400 þúsund íbúa er heildarneyslan komin í 34 þús tonn á ári af grænmeti. Ef miðað er við 45% markaðshlutdeild þá mun innlend framleiðsla anna um 15 þúsund tonnum af heildinni. Þessar spár um aukningu á neyslu á grænmeti þarf að veita verulega athygli. Hugsa þarf til lengri tíma litið hvernig hægt er að auka innlenda framleiðslu grænmetis og ávaxta og búa þannig um hnútana að innlend eftirspurn eftir matvælum sé ekki háð að stórum hluta innflutningi matvæla. Væri möguleiki á að minnka umfang innflutts grænmetis og auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu ? Það væri í takt við alþjóða áherslur í sambandi við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innflutningur til landsins er knúinn áfram af jarðefnaeldsneyti og hefur margfalt kolefnisfótspor miðað við flutning innanlands á íslensku grænmeti sem er kolefnisjafnaður. Forskot til framtíðar Málið snýst ekki um að vilja ekki opinn frjálsan markað með heilbrigðri samkeppni. Málið snýst um að svara kalli alþjóðastofnana, sem hvetja ríki heimsins til að vera í stakk búin undir breytingar í matvælaframleiðslu vegna t.d. veðurfars, heilsufarsógna og síðast en ekki síst vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Hér á landi eru allir möguleikar fyrir hendi til áframhaldandi uppbyggingar grænmetisframleiðslu og auka þar með á hagkvæmni og framþróun í greininni öllum til góða. Þegar horft er til næstu ára og áratuga þá skulum við vera viðbúin því að sú sviðsmynd sem við búum við í dag varðandi matvæli kemur til með að taka algjörum breytingum. Neysla og eftirspurn eftir grænmeti á eftir að aukast margfalt næstu áratugina og þá kemur jarðvarmi og umhverfisvænar framleiðsluaðferðir hérlendis til með að geta svarað þeirri eftirspurn. Nýtum að innlend grænmetisframleiðsla er nú þegar með samkeppnisforskot. Forskotið felst í rafmagni og vistvænum ræktunaraðferðum, bæði orku- og ræktunarlega séð og það eigum við að nýta okkur, okkur og fleirum til góða. Árið 2011 kom út Sóknaráætlun 20/20, stjórnvalda á þeim tíma. Þar voru áform um að efla græna hagkerfið og græna atvinnuuppbyggingu fyrir árið 2020. Það ár er runnið upp en svo virðist vera sem enn vanti afgerandi og markvissa stefnu stjórnvalda um innlenda grænmetisframleiðslu. Núverandi aðstæður kalla á breytingar í matvælaframleiðslu, tækifærið er núna til að bregðast við með uppbyggilegum hætti. Veðjum því á og veljum íslenska grænmetisframleiðslu, vonarstjörnu framtíðarinnar og einn af stóru þáttunum í græna hagkerfinu. Höfundur vann mastersverkefni þar sem samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu var skoðuð út frá hugmynd um grænmetisklasa og klasasamstarfi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar