Aðlögun að nýjum veruleika! Ómar H Kristmundsson skrifar 8. apríl 2020 16:30 Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ómar H. Kristmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun