Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af sauðburði vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2020 13:15 Trausti Hjálmarsson, sem er með myndarlegt fjárbú á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með sinni fjölskyldu. Úr einkasafni Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira