„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:30 Brandur Olsen hafði spilað tvö sumur í Hafnarfirði. vísir/bára Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn