„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir. Vísir Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24