Pogba talar til stuðningsmanna Man Utd: Get ekki beðið eftir að labba aftur út á völl Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 10:45 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira