Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. apríl 2020 16:18 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar Vísir/Vilhelm Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30