Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 23:05 Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum. EPA/JASON SZENES Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37
Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20
Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14