Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi.
Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 28. apríl. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu.

Þessi vegagerð bætist við endurbætur Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem verktakinn Suðurtak á Selfossi hefur unnið að undanfarin tvö ár.
Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns
Byrjað var sumarið 2018 á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur. Í fyrra hófust svo framkvæmdir við sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns, en þar eru verklok áætluð 1. júní í sumar.
Í frétt Stöðvar 2 í fyrrasumar var bent á að vegarbæturnar gætu gert þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu að ákjósanlegum valkosti, eins og sjá má hér: