Umferðaröryggi

Fréttamynd

Slit­lag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu síðasta ómalbikaða kafla Grafningsvegar, brekkuna á vesturbakka Sogsins sem liggur upp frá brúnni við Írafossvirkjun og í átt að Ljósafossvirkjun. Fyrirhugað er að drífa verkið áfram og skal því að fullu lokið í sumar, fyrir 1. ágúst 2025.

Innlent
Fréttamynd

Segist draga andann vegna stað­setningar flug­vallarins

Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 

Innlent
Fréttamynd

Tré felld svo hægt sé að opna flug­braut á ný

Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Ósakhæfur þegar hann olli á­rekstri og lagði líf konu í rúst

Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Ýtti konu fyrir bíl

Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað.

Innlent
Fréttamynd

Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vöru­bíla

Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu manns í rútuslysi

Hópslysaáætlun Almannavarana hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Hellisheiði. Rútan valt á hliðina rétt fyrir tíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hálka þegar bana­slysið varð

Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Varað við ísingu með um­skiptum í veðri

Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hljóð­merki bílaeigendum til ama

Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Sjá fót­gang­endur með endur­skin fimm sinnum fyrr

Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki. Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sviptur á staðnum fyrir ofsa­akstur á 30-götu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“

„Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“

Innlent