Bjarni áhyggjufullur en vongóður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira