Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2020 19:30 Um áttatíu manns vinna nú hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem verður lögð niður um áramótin. Vísir/Vilhelm Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður. Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30
Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00
Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23