Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 23:56 Gjá hefur oft verið á milli þess sem lýðheilsusérfræðingar Bandaríkjastjórnar eins og Anthony Fauci (t.h.) og Deborah Birx (t.v.) segja um kórónuveirufaraldurinn og þess sem Trump heldur reglulega fram. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni voru sérfræðingarnar með andlitsgrímur til smitvarna en Trump og pólitískir embættismenn slepptu því, þrátt fyrir tilmæli um að fólk noti grímur. Vísir/EPA Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum. Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum.
Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00