Góður grunnur heimastráka en Lárus skoðar Youtube-myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 18:00 Lárus Jónsson er nýr þjálfari Þórs Þorlákshöfn en er enn staddur á Akureyri þar sem hann er nýhættur sem þjálfari annars Þórsliðs. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
„Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26