Hvað á ég mörg börn? Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2020 10:00 Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Skattar og tollar Arna Pálsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun