Einar sakar Hjálmar um öfund og gamalkunnan æsing Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 12:22 Einar hefur svarað kallinu og gefur sannast sagna ekki mikið fyrir skrif Hjálmars, segir hann gleyma því að rithöfundar eru ekki fastráðnir hjá ýmsum listastofnunum eins og eigi til að mynda við um leikara og tónlistarfólk. visir/vilhelm/LHÍ Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“ Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“
Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira