Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 20. maí 2020 16:30 Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun