Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 23:25 Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. EPA/JIM LO SCALZO Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent