Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Maðurinn lést í gær á gjörgæsludeild Landspítalans, 67 ára að aldri.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu gerði tæknideild lögreglu vettvangsrannsókn á upptökum eldsins í gær. Meðal þess sem tekið verður til frekari skoðunar er rafmagnstæki. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.