Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 21:25 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45