Ekkert grín að vera óstundvís Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2020 09:01 Að þjálfa sig í stundvísi er hægt en getur verið hægara sagt en gert fyrir marga. Vísir/Getty Á sama tíma og sumir geta státað sig af því að vera alltaf stundvísir, eru aðrir sem eru alltaf of seinir. Ef ekki of seinir, þá í það minnsta að mæta bara alveg á mínútunni. Þetta gæti átt við um mætingu til vinnu eða á fundi. Samt er það þannig að þeir sem eru óstundvísir finnst það oftar en ekki mjög óþægilegt sjálfum. Þetta er ekki markviss ætlun þeirra en virðist þó síendurtekið verða að leiðandi vana. Diana DeLonzor er höfundur bókarinnar Never Be Late Again. Þá bók segist hún hafa skrifað vegna þess að sjálf var hún alltaf of sein. Stundum fór hún í átak, vaknaði klukkan sex á morgnana til að mæta á réttum tíma í vinnuna. En allt kom fyrir ekki, hún var samt ekki mætt þangað fyrr en rúmlega klukkan níu. Margir upplifa óstundvísi fólks sem kæruleysi eða óvirðingu gagnvart öðrum. Í viðtali við Time segir DeLonzo segir þetta alls kostar ekki rétt, óstundvísi eigi sér oftar en ekki dýpri rætur en það. Máli sínu til stuðnings bendir DeLonzo á könnun sem gerð Háskólinn í San Francisco. Þar sýndu niðurstöður að 17% svarenda eiga við þann vanda að vera óstundvísir. Þegar rýnt var í hegðun og mynstur hjá þessum hópi kom í ljós að óstundvísu einstaklingarnir áttu margt sameiginlegat. Margir glíma við athyglisbrest en eins voru atriði eins og að borða of mikið, drekka of mikið, eyða of oft peningum umhugsunarlaust og fleira. Þá komu fram atriði eins og kvíði eða sambærilegar raskanir á innri líðan. Svipaðan tón mátti sjá í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í San Diego. Þær benda til þess að fyrir óstundvísa geti það verið mikil og stór áskorun að fást við að þjálfa sig í stundvísi. Oft þurfi að skoða í grunninn hjá hverjum og einum einstaklingi hvaða hegðun eða líðan er að gera það að verkum að viðkomandi er óstundvís. Að þjálfa sig í stundvísi er þó eitthvað sem allir óstundvísir geta gert og þar mælir DeLonzor með því að hver og einn byrji á því að spyrja sjálfan sig spurninga eins og : Er ég alltaf sein/n eða er ég bara sein/n á vissa staði eða viðburði? Hvernig líður mér þegar ég er sein/n? Hvað er það í þessi skipti sem veldur því? Eins að skoða hversu seint verið er að mæta. Skeikar það örfáum mínútum, tíu mínútum eða allt að hálftíma? Þrjár týpur óstundvísra Að sögn DeLonzor eru einkenni óstundvísra flokkuð í sjö mismunandi flokka en langflestir tilheyra þremur þeirra. Þessir þrír flokkar eru eftirfarandi: «Fólkið sem segist vinna best undir álagi og þrífst best á því að mæta hreinlega á mínútunni, það er alltaf brjálað að gera. Oft finnst fólki í þessum hópi erfitt að vinna verkefni sem ekki hafa ákveðinn skilatíma. Þessum hópi getur hreinlega farið að leiðast ef það er ekki svolítið stress í gangi. «Síðan er það týpan sem reynir að gera eins mikið á eins skömmum tíma og hægt er. Verkefnalistinn hjá þessu fólki er oft mjög langur og hér fer ekki mínúta til spillis. Allt gengur út á að nýta tímann sem best og vera á fullu og því á þessi hópur það svolítið til að vera ofhlaðinn verkefnum. Að hafa ekki mjög mikið að gera er fyrir þennan hóp tímaeyðsla. «Þriðji týpan er síðan einstaklingurinn sem á auðvelt með að missa athyglina sem þýðir að áður en viðkomandi veit af, er öll tímaáætlun úr skorðum. Svo margt í umhverfinu getur trufla og áður en viðkomandi veit af hefur mikill tími farið til spillis án þess að það hafi verið ætlunin. Þetta er fólkið sem fattar oft ekki hvað tímanum líður, er alltaf að leita af bíllyklunum sínum og á það til að gleyma bókuðum tímum. Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Á sama tíma og sumir geta státað sig af því að vera alltaf stundvísir, eru aðrir sem eru alltaf of seinir. Ef ekki of seinir, þá í það minnsta að mæta bara alveg á mínútunni. Þetta gæti átt við um mætingu til vinnu eða á fundi. Samt er það þannig að þeir sem eru óstundvísir finnst það oftar en ekki mjög óþægilegt sjálfum. Þetta er ekki markviss ætlun þeirra en virðist þó síendurtekið verða að leiðandi vana. Diana DeLonzor er höfundur bókarinnar Never Be Late Again. Þá bók segist hún hafa skrifað vegna þess að sjálf var hún alltaf of sein. Stundum fór hún í átak, vaknaði klukkan sex á morgnana til að mæta á réttum tíma í vinnuna. En allt kom fyrir ekki, hún var samt ekki mætt þangað fyrr en rúmlega klukkan níu. Margir upplifa óstundvísi fólks sem kæruleysi eða óvirðingu gagnvart öðrum. Í viðtali við Time segir DeLonzo segir þetta alls kostar ekki rétt, óstundvísi eigi sér oftar en ekki dýpri rætur en það. Máli sínu til stuðnings bendir DeLonzo á könnun sem gerð Háskólinn í San Francisco. Þar sýndu niðurstöður að 17% svarenda eiga við þann vanda að vera óstundvísir. Þegar rýnt var í hegðun og mynstur hjá þessum hópi kom í ljós að óstundvísu einstaklingarnir áttu margt sameiginlegat. Margir glíma við athyglisbrest en eins voru atriði eins og að borða of mikið, drekka of mikið, eyða of oft peningum umhugsunarlaust og fleira. Þá komu fram atriði eins og kvíði eða sambærilegar raskanir á innri líðan. Svipaðan tón mátti sjá í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í San Diego. Þær benda til þess að fyrir óstundvísa geti það verið mikil og stór áskorun að fást við að þjálfa sig í stundvísi. Oft þurfi að skoða í grunninn hjá hverjum og einum einstaklingi hvaða hegðun eða líðan er að gera það að verkum að viðkomandi er óstundvís. Að þjálfa sig í stundvísi er þó eitthvað sem allir óstundvísir geta gert og þar mælir DeLonzor með því að hver og einn byrji á því að spyrja sjálfan sig spurninga eins og : Er ég alltaf sein/n eða er ég bara sein/n á vissa staði eða viðburði? Hvernig líður mér þegar ég er sein/n? Hvað er það í þessi skipti sem veldur því? Eins að skoða hversu seint verið er að mæta. Skeikar það örfáum mínútum, tíu mínútum eða allt að hálftíma? Þrjár týpur óstundvísra Að sögn DeLonzor eru einkenni óstundvísra flokkuð í sjö mismunandi flokka en langflestir tilheyra þremur þeirra. Þessir þrír flokkar eru eftirfarandi: «Fólkið sem segist vinna best undir álagi og þrífst best á því að mæta hreinlega á mínútunni, það er alltaf brjálað að gera. Oft finnst fólki í þessum hópi erfitt að vinna verkefni sem ekki hafa ákveðinn skilatíma. Þessum hópi getur hreinlega farið að leiðast ef það er ekki svolítið stress í gangi. «Síðan er það týpan sem reynir að gera eins mikið á eins skömmum tíma og hægt er. Verkefnalistinn hjá þessu fólki er oft mjög langur og hér fer ekki mínúta til spillis. Allt gengur út á að nýta tímann sem best og vera á fullu og því á þessi hópur það svolítið til að vera ofhlaðinn verkefnum. Að hafa ekki mjög mikið að gera er fyrir þennan hóp tímaeyðsla. «Þriðji týpan er síðan einstaklingurinn sem á auðvelt með að missa athyglina sem þýðir að áður en viðkomandi veit af, er öll tímaáætlun úr skorðum. Svo margt í umhverfinu getur trufla og áður en viðkomandi veit af hefur mikill tími farið til spillis án þess að það hafi verið ætlunin. Þetta er fólkið sem fattar oft ekki hvað tímanum líður, er alltaf að leita af bíllyklunum sínum og á það til að gleyma bókuðum tímum.
Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira