Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðarsvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. Frá þessu greinir pakistanska blaðið Dawn.
Talsmaður PIA staðfestir að flugvél af gerðinni A-320 hafi hrapað og 107 hafi verið um borð - 99 farþegar og átta í áhöfn.
Vélin, sem var með flugnúmerið PK 8303, var á leiðinni frá Lahore til Karachi á að hafa átt í vandræðum með lendingarbúnaðinn þegar slysið varð. Segja sjónarvottar að tvær eða þrjár tilraunir hafi verið gerðar til að lenda áður en hún hrapaði.
Jinnah-flugvöllurinn er stærsti flugvöllur Pakistans og er að finna austur af stórborginni Karachi,
Á myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá mikinn reyk yfir svæðinu þar sem vélin á að hafa hrapað. Gengur hverfið sem un ræðir undir nafninu Model Colony.
The flight crashed near model town residential area. Witnesses say multiple homes destroyed. PK 303 was coming from Lahore to #Karachi. It reportedly crashed just before landing, cause unknown yet. CAA officials think survivors unlikely.@AJEnglish pic.twitter.com/j4JO9rce49
— Osama Bin Javaid (@osamabinjavaid) May 22, 2020