Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. maí 2020 16:40 Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira