Nú vantar bara að aflýsa tímabilinu til að breyta draumatímabili Liverpool í algjöra martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 08:00 Það voru þung skrefin hjá Virgil van Dijk og öðrum leikmönnum eftir tapið á móti Atletico Madrid á Anfield í gærkvöldi. Getty/Alex Livesey Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð. Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð.
Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30