Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 18:33 Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Vísir/Friðrik Þór Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira