Rafíþróttir

Tindastóll og Þór tryggðu sér sæti á stórmeistaramótinu

Halldór Már Kristmundsson skrifar

Tindastóll og Þór Akureyri gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sig áfram á stórmeistaramót Vodafone í fyrstu tilraun. Fyrri dagur úrslita Áskorendamótsins fór fram í gær og tókst fyrrnefndum liðum að tryggja sig áfram, en í kvöld ræðst það hvaða tvö lið fylgja þeim til úrslita.

Þór Akureyri fékk hörkuleik þegar Akureyringar mættu Bad Company í fyrsta leik kortin fóru 16-13 og 16-14. Óvænt úrslit í ljósi þess að Þór er sterkt lið úr úrvalsdeildinni. Sterk liðsheild Bad Company kom Þórsurunum heldur betur á óvart, og áttu þeir í miklum vandræðum í sókninni. Strax í næsta leik sýndu þeir afhverju þeir eru í úrvalsdeild og gjörsamlega völtuðu yfir Dusty Academy 2-0 í seinni leik sínum. Þór var fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér þáttökurétt í Meistaramótið.

Tindastóll sem náði að sigra XY.Esports í viðureign sem fór í öll þrjú kortin. XY.Esport mætti til leiks með tvo nýja úrvalsdeildarspilara þá Gísla „TripleG“ & ig Birnir „Brnr“. Tindastóll er lið sem er á mikilli siglingu en fyrir leikinn var talið að XY.Esport væri sterkara liðið. Viðureignin byrjaði á 16-2 sannfærandi sigri XY.Esports en svo svöruðu Stólarnir strax með 16-7 sigri og tóku svo seinasta kortið 16-8. Seinni leikur Tindastóls var gegn SWAT og fór 2-0 Stólunum í vil. Tindastóll eru svo sannarlega mættir í rafíþróttir eftir þessa sigra og tryggja sér í fyrsta skipti sæti meðal þeirra allra bestu á Íslandi.

Í kvöld ræðst svo hvaða tvö lið tryggja sér síðustu lausu sætin á Stórmeistaramóti Vodafone

Við spurðum Kristján Einar Kristjánsson sérfræðing í Vodafonedeildarinnar um leiki kvöldsins.

Kristján Einar Kristjánsson

„Ég get ekki ákveðið mig hvor leikurinn verður meira spennandi, ég veit að Dusty.Academy er hungrað í að sanna sig og reynslan sem þeir geta unnið sér inn í Meistaramótinu er ómetanleg. Það er því hellingur fyrir þá að vinna með að komast í gegn. XY.Esports nýtt project sem er líka mjög spennandi, unnu sér inn pláss í úrvalsdeildinni á næsta seasoni, og strax komnir með liðstyrk í Brbr og Tripleg.

Svo er það viðureign SWAT og BadCompany. Alger draumabyrjun hjá SWAT sem eru að koma úr þriðju deild, að ná að sigra Exile og standa svona vel í Tindastól. og svo BadCompany sem koma úr fyrstu deild og standa samt svona vel í Þór.

Það er björt framtíð hjá öllum þessum liðum enn það munu aðeins tvö fara í Meistaramótið sem fer fram næstu helgi.

Bein útsending frá viðureignum kvöldsins hófst klukkan 18.00 á Stöð 2 eSport en þær eru:

Dusty.Academy gegn XY.Esports

Ungu strákarnir í Dusty byrjuðu gærkvöldið á að sigra XY.AT 2-1 og töpuðu svo gegn Þór 0-2 XY.Esports byrjaði hinsvegar kvöldið á 1-2 tapi gegn Tindastól, þeim tókst svo í framhaldi að sigra Exile sannfærandi 2-0.

SWAT gegn BadCompany

BadCompany kom feiknalega vel á óvart í gærkvöldi með naumu tapi gegn Þór 0-2, þeim tókst svo í mest spennandi leik kvöldsins að sigra XY.Esports 16 - 14 og 16 - 12. SWAT byrjuðu mótið með 2-1 sigri á Exile, tapaði svo fyrir Tindastól 0-2.






×