Leikmenn og knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni eru komnir með kórónuveiruna eða eru í sóttkví vegna hennar. Englendingar ætlar að fresta leikjum en ekki flauta tímabilið af.
Dan Roan, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, hefur heimildir fyrir því að það verði tilkynnt á eftir að enska úrvalsdeildin og enska b-deildin séu báðar komnar í frí þar til í apríl til að byrja með.
BREAKING: Premier League and EFL look set to announce both will be suspended until at least Apr 4th, when situation will be reviewed. Hearing EFL board agreed on this unanimously. Premier League meeting happening in 10 mins when clubs will be urged to follow suit
— Dan Roan (@danroan) March 13, 2020
Stjórn ensku b-deildarinnar er búin að samþykkja þetta og stjórn ensku úrvalsdeildarinnar er að taka þetta fyrir þessa stundina.
Það var ljóst að leikir Arsenal, Chelsea, Leicester og Everton um helgina myndu falla niður af því að hjá öllum liðum eru leikmenn eða knattspyrnustjóri komnir með kórónuveiruna. Nú er nokkuð ljóst að enginn leikur fari fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina.