Íbúasamtök í vesturborginni telja of langt gengið í þéttingu byggðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 13:29 Framkvæmdir á Hlíðarenda í Reykjavík. Benóný gagnrýnir meðal annars að gengið hafi verið á Öskjuhlíð og Vatnsmýrina við þéttingu byggðar í borginni. Vísir/Vilhelm Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“. Reykjavík Skipulag Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira