Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: „Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 11:30 Brynjar og Anna Lísa fluttu hús á Refsstaði en verkefnið er ólokið. Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni
Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira