Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum Þórir Guðmundsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun