Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 23:50 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á viðburði fyrir sykursjúka í Washington í dag. Getty/Win McNamee Samfélagsmiðillinn Twitter hefur í fyrsta sinn merkt tíst frá Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem misvísandi. Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. Í tístunum hélt forsetinn því fram, án sannana, að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks leiði til „spilltra kosninga“ og kosningasvika. Merkingin sem Twitter hefur sett á tístin er með upphrópunarmerki og linkur þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um kjörseðlana. Þar segir meðal annars: „Trump hélt því ranglega fram að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks leiði til „spilltra kosninga“. Þeir sem hafa sannreynt þessa fullyrðingu segja hins vegar engar sannanir fyrir því að slíkir kjörseðlar tengist kosningasvikum.“ Skjáskot af tístum Trump. Í frétt BBC um málið segir að þótt Twitter hafi heitið því að merkja betur þau tíst sem dreifa misvísandi og röngum upplýsingum þá hafi miðillinn hingað til ekki haft afskipti af Trump og hans tístum. Þannig hefur Twitter ekki fjarlægt tíst forsetans um andlát Lori Klausutis árið 2001. Forsetinn hefur nokkrum sinnum tíst til þess að vekja athygli á samsæriskenningu þess efnis að sjónvarpsmaðurinn Joe Scarborough hjá MSNBC hafi myrt Klausutis. Timothy Klausutis, ekkill Lori Klausutis, hefur beðið Twitter um að fjarlægja tístin. Fyrirtækið hefur neitað að gera það en vottað samúð vegna þess sársauka sem tíst forsetans hafa valdið. Donald Trump Twitter Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur í fyrsta sinn merkt tíst frá Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem misvísandi. Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. Í tístunum hélt forsetinn því fram, án sannana, að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks leiði til „spilltra kosninga“ og kosningasvika. Merkingin sem Twitter hefur sett á tístin er með upphrópunarmerki og linkur þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um kjörseðlana. Þar segir meðal annars: „Trump hélt því ranglega fram að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks leiði til „spilltra kosninga“. Þeir sem hafa sannreynt þessa fullyrðingu segja hins vegar engar sannanir fyrir því að slíkir kjörseðlar tengist kosningasvikum.“ Skjáskot af tístum Trump. Í frétt BBC um málið segir að þótt Twitter hafi heitið því að merkja betur þau tíst sem dreifa misvísandi og röngum upplýsingum þá hafi miðillinn hingað til ekki haft afskipti af Trump og hans tístum. Þannig hefur Twitter ekki fjarlægt tíst forsetans um andlát Lori Klausutis árið 2001. Forsetinn hefur nokkrum sinnum tíst til þess að vekja athygli á samsæriskenningu þess efnis að sjónvarpsmaðurinn Joe Scarborough hjá MSNBC hafi myrt Klausutis. Timothy Klausutis, ekkill Lori Klausutis, hefur beðið Twitter um að fjarlægja tístin. Fyrirtækið hefur neitað að gera það en vottað samúð vegna þess sársauka sem tíst forsetans hafa valdið.
Donald Trump Twitter Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira