Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 08:57 Minnst 300 mótmælendur hafa verið handteknir. Blaðamönnum sem hafa myndað mótmælin hefur verið hótað af lögregluþjónum. AP/Vincent Yu Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020 Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020
Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira