„Veðrið lék okkur grátt“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 11:10 Óveðursský yfir Kennedy Center í Flórída. Í fjarska má sjá skotpall 39A, Falcon 9 eldflaugina og Crew Dragon geimfarið. NASA/Joel Kowsky „Ég veit að margir eru vonsviknir í dag. Veðrið lék okkur grátt,“ sagði Jim Bridenstein, yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, í gærkvöldi eftir að hætt var við tímamótageimskot NASA og SpaceX vegna veðurs. Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af geimskotinu segir Bridenstein að dagurinn hafi verið góður fyrir alla sem komu að geimskotinu sem ekki varð. Óhætt er að segja að hann hafi rétt fyrir sér varðandi vonbrigðin en NASA áætlar að minnst 1,7 milljón manna hafi fylgst með undirbúningi geimskotsins á netinu. Nánar tiltekið var hætt við geimskotið vegna mikils stöðurafmagns í lofti. Fyrr um daginn hafði eldingaveður farið yfir Kennedy Center í Flórída og heyrðust þrumur á meðan á niðurtalningunni stóð. Bridenstein segir að ef geimfarinu hefði verið skotið á loft hefði það mögulega geta orðið fyrir eldingu. Því hafi verið hætt við geimskotið. Hann sagðist stoltur af því að rétt ákvörðun hafi verið tekin og sagðist hlakka til laugardagsins, þegar næsta tilraun verður gerð. „Við munum skjóta bandarískum geimförum á loft, með bandarískum eldflaugum frá bandarískri jörðu,“ sagði Bridenstein í gærkvöldi. On Saturday, we re doing it again. We are going to launch American astronauts on an American rocket from American soil. pic.twitter.com/d0bsQrbFi5— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 27, 2020 Þetta hefði verið fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá 2011 og alfarið í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki hefði skotið geimförum út í geim. Þeim hefði verið skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og geimfarið Crew Dragon, sem þróað var og framleitt af SpaceX, hefði flutt þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, hefðu komið til geimstöðvarinnar í kvöld og hefðu verið þar um borð í fjóra mánuði í mesta lagi. Það hefði farið eftir því hve vel geimskotið hefði tekist og hvenær hefði verið hægt að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Hurley tjáði sig um ákvörðunina á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa verið rétta. „Þetta getur verið pirrandi en er einnig raunverulegur partur af því að fara út í geim. Bæði Bob Behnken og ég höfum upplifað það áður. Við reynum aftur á laugardaginn,“ sagði Hurley. Scrubbed. The @SpaceX and @NASA teams did great today and absolutely made the right call in a dynamic weather situation. It can be frustrating but also a very real part of getting to space sometimes. Both @AstroBehnken and I have experienced it. We go again on Saturday! https://t.co/1hCpR7o1AA— Col. Doug Hurley (@Astro_Doug) May 28, 2020 Behnken sló á svipaða strengi og sagði að hann og Hurley yrðu svo sannarlega klárir á laugardaginn. I'm so proud of the @NASA and @SpaceX team today, they were ready for launch. @Astro_Doug and I will be ready with them again on Saturday! #LauchAmerica https://t.co/n8gnyb9SKW— Bob Behnken (@AstroBehnken) May 28, 2020 Hætt var við geimskotið innan við 17 mínútum áður en það átti að eiga sér stað. Þá höfðu Hurley og Behnken setið í sætum sínum í geimfarinu í nokkrar klukkustundir og þurftu þeir að sitja lengur á meðan allt eldsneyti var tæmt úr eldflauginni. Þetta nokkurra klukkustunda ferli þurfa þeir svo aftur að ganga í gegnum á laugardagskvöldið. Þá stendur til að gera aðra tilraun. Gangi það ekki eftir verður þriðja tilraunin gerð á sunnudaginn. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Ég veit að margir eru vonsviknir í dag. Veðrið lék okkur grátt,“ sagði Jim Bridenstein, yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, í gærkvöldi eftir að hætt var við tímamótageimskot NASA og SpaceX vegna veðurs. Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af geimskotinu segir Bridenstein að dagurinn hafi verið góður fyrir alla sem komu að geimskotinu sem ekki varð. Óhætt er að segja að hann hafi rétt fyrir sér varðandi vonbrigðin en NASA áætlar að minnst 1,7 milljón manna hafi fylgst með undirbúningi geimskotsins á netinu. Nánar tiltekið var hætt við geimskotið vegna mikils stöðurafmagns í lofti. Fyrr um daginn hafði eldingaveður farið yfir Kennedy Center í Flórída og heyrðust þrumur á meðan á niðurtalningunni stóð. Bridenstein segir að ef geimfarinu hefði verið skotið á loft hefði það mögulega geta orðið fyrir eldingu. Því hafi verið hætt við geimskotið. Hann sagðist stoltur af því að rétt ákvörðun hafi verið tekin og sagðist hlakka til laugardagsins, þegar næsta tilraun verður gerð. „Við munum skjóta bandarískum geimförum á loft, með bandarískum eldflaugum frá bandarískri jörðu,“ sagði Bridenstein í gærkvöldi. On Saturday, we re doing it again. We are going to launch American astronauts on an American rocket from American soil. pic.twitter.com/d0bsQrbFi5— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 27, 2020 Þetta hefði verið fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá 2011 og alfarið í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki hefði skotið geimförum út í geim. Þeim hefði verið skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og geimfarið Crew Dragon, sem þróað var og framleitt af SpaceX, hefði flutt þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, hefðu komið til geimstöðvarinnar í kvöld og hefðu verið þar um borð í fjóra mánuði í mesta lagi. Það hefði farið eftir því hve vel geimskotið hefði tekist og hvenær hefði verið hægt að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Hurley tjáði sig um ákvörðunina á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa verið rétta. „Þetta getur verið pirrandi en er einnig raunverulegur partur af því að fara út í geim. Bæði Bob Behnken og ég höfum upplifað það áður. Við reynum aftur á laugardaginn,“ sagði Hurley. Scrubbed. The @SpaceX and @NASA teams did great today and absolutely made the right call in a dynamic weather situation. It can be frustrating but also a very real part of getting to space sometimes. Both @AstroBehnken and I have experienced it. We go again on Saturday! https://t.co/1hCpR7o1AA— Col. Doug Hurley (@Astro_Doug) May 28, 2020 Behnken sló á svipaða strengi og sagði að hann og Hurley yrðu svo sannarlega klárir á laugardaginn. I'm so proud of the @NASA and @SpaceX team today, they were ready for launch. @Astro_Doug and I will be ready with them again on Saturday! #LauchAmerica https://t.co/n8gnyb9SKW— Bob Behnken (@AstroBehnken) May 28, 2020 Hætt var við geimskotið innan við 17 mínútum áður en það átti að eiga sér stað. Þá höfðu Hurley og Behnken setið í sætum sínum í geimfarinu í nokkrar klukkustundir og þurftu þeir að sitja lengur á meðan allt eldsneyti var tæmt úr eldflauginni. Þetta nokkurra klukkustunda ferli þurfa þeir svo aftur að ganga í gegnum á laugardagskvöldið. Þá stendur til að gera aðra tilraun. Gangi það ekki eftir verður þriðja tilraunin gerð á sunnudaginn.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira