Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 12:13 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, (t.v.) og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, (t.h) eru ekki á einu máli um hvort að þeir beri einhverja ábyrgð á því að ósannindum og áróðri sé dreift á miðlum þeirra. SAMSETT/EPA/GETTY Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. Trump forseti er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Hélt forsetinn því meðal annars ranglega fram að Kaliforníu ætlaði að senda öllum íbúum ríkisins kjörseðil sem ætti eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Aðeins kjósendur sem eru skráðir í kjörskrá fá hins vegar kjörseðil sendan. Í kjölfarið sagði Hvíta húsið að Trump ætlaði sér að skrifa undir tilskipun um samfélagsmiðla í dag. Ekki hefur enn verð greint frá því hvað hún gæti falið í sér nákvæmlega. Óstaðfestar fregnir herma að tilskipuninni verði beint gegn lagalegri friðhelgi sem samfélagsmiðlafyrirtæki hafa notið gegn því að vera stefnt fyrir það sem notendur segja á miðlunum. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni undanfarin ár fyrir að leyfa alls kyns áróðri og upplýsingafalsi að grassera á miðlum sínum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Á sama tíma hafa bandarískir íhaldsmenn sakað fyrirtækin um pólitíska slagsíðu og að þagga niður í hægrimönnum. Segir Facebook ekki „dómara sannleikans“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, setti ofan í við Twitter vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að setja fyrirvara við tíst Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Sagði hann að Facebook ætlaði ekki að vakta sannleiksgildi fullyrðinga bandaríska forsetans hjá sér. „Ég hef sterka skoðun á því að Facebook ætti ekki að dómari sannleikans um allt það sem fólk segir á netinu,“ sagði Zuckerberg í viðtalinu. Gagnrýnin virðist þó ekki hafa breytt skoðun Jack Dorsey, forstjóra Twitter, um ágæti ákvörðunarinnar um að merkja tíst Trump. Tíst forsetans hefðu getað gefið fólki þá röngu hugmynd að það þurfi ekki að skrá sig á kjörskrá til að fá að kjósa. Í röð tísta í gærkvöldi sagði Dorsey Twitter ætlaði að halda áfram að benda á rangar eða umdeildar upplýsingar um kosningar á heimsvísu. Virtist hann svara Zuckerberg beint. „Þetta gerir okkur ekki að „dómara sannleikans“. Markmið okkar er að setja yfirlýsingar sem stangast á í samhengi og sýna upplýsingarnar sem deilt er um þannig að fólk geti dæmt sjálft,“ tísti Dorsey sem bað fólk um að láta starfsfólk Twitter í friði þar sem það væri á endanum hann sjálfur sem bæri ábyrgð á gjörðum fyrirtækisins. Fact check: there is someone ultimately accountable for our actions as a company, and that s me. Please leave our employees out of this. We ll continue to point out incorrect or disputed information about elections globally. And we will admit to and own any mistakes we make.— jack (@jack) May 28, 2020 Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. Trump forseti er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Hélt forsetinn því meðal annars ranglega fram að Kaliforníu ætlaði að senda öllum íbúum ríkisins kjörseðil sem ætti eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Aðeins kjósendur sem eru skráðir í kjörskrá fá hins vegar kjörseðil sendan. Í kjölfarið sagði Hvíta húsið að Trump ætlaði sér að skrifa undir tilskipun um samfélagsmiðla í dag. Ekki hefur enn verð greint frá því hvað hún gæti falið í sér nákvæmlega. Óstaðfestar fregnir herma að tilskipuninni verði beint gegn lagalegri friðhelgi sem samfélagsmiðlafyrirtæki hafa notið gegn því að vera stefnt fyrir það sem notendur segja á miðlunum. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni undanfarin ár fyrir að leyfa alls kyns áróðri og upplýsingafalsi að grassera á miðlum sínum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Á sama tíma hafa bandarískir íhaldsmenn sakað fyrirtækin um pólitíska slagsíðu og að þagga niður í hægrimönnum. Segir Facebook ekki „dómara sannleikans“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, setti ofan í við Twitter vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að setja fyrirvara við tíst Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Sagði hann að Facebook ætlaði ekki að vakta sannleiksgildi fullyrðinga bandaríska forsetans hjá sér. „Ég hef sterka skoðun á því að Facebook ætti ekki að dómari sannleikans um allt það sem fólk segir á netinu,“ sagði Zuckerberg í viðtalinu. Gagnrýnin virðist þó ekki hafa breytt skoðun Jack Dorsey, forstjóra Twitter, um ágæti ákvörðunarinnar um að merkja tíst Trump. Tíst forsetans hefðu getað gefið fólki þá röngu hugmynd að það þurfi ekki að skrá sig á kjörskrá til að fá að kjósa. Í röð tísta í gærkvöldi sagði Dorsey Twitter ætlaði að halda áfram að benda á rangar eða umdeildar upplýsingar um kosningar á heimsvísu. Virtist hann svara Zuckerberg beint. „Þetta gerir okkur ekki að „dómara sannleikans“. Markmið okkar er að setja yfirlýsingar sem stangast á í samhengi og sýna upplýsingarnar sem deilt er um þannig að fólk geti dæmt sjálft,“ tísti Dorsey sem bað fólk um að láta starfsfólk Twitter í friði þar sem það væri á endanum hann sjálfur sem bæri ábyrgð á gjörðum fyrirtækisins. Fact check: there is someone ultimately accountable for our actions as a company, and that s me. Please leave our employees out of this. We ll continue to point out incorrect or disputed information about elections globally. And we will admit to and own any mistakes we make.— jack (@jack) May 28, 2020
Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51
Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25