Setji ósætti vegna launamála til hliðar og nýti reynsluna til að eflast Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 21:00 Skagamenn taka á móti KA í langþráðum fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/BÁRA Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira