Setji ósætti vegna launamála til hliðar og nýti reynsluna til að eflast Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 21:00 Skagamenn taka á móti KA í langþráðum fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/BÁRA Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira