Tvö voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bílveltu á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Kálfagerði. Útkallið barst lögreglu um klukkan hálfellefu í kvöld.
Sigurður Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að vegurinn sé malarvegur og að það sé frekar laust í honum.
Sigurður segir að fyrst eftir veltuna hafi virst sem eldur hafi komið upp í bílnum en það tókst að slökkva það strax.
Ökumaður og farþegi voru í bílnum og kenndu sér minniháttar meiðsla að því er talið var en voru þó fluttir til skoðunar á sjúkrahús.