15 dagar í Pepsi Max: Tryggvi skoraði átta mörk á 24 dögum og jafnaði metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:00 Tryggvi Guðmundsson og félagar sjást hér fagna Íslandsmeistaratitlinum í opnu DV en þessi úrklippa er úr mánudagsblaðinu 22. september 1997. Skjáskot af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira