Íris Björk hætt: Fyrsti titillinn með Gróttu á sérstakan stað í hjartanu Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:30 Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Bára Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42